Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð

Dr. Phil McGraw og eiginkona hans Robyn
Dr. Phil McGraw og eiginkona hans Robyn Michael Buckner

Í nýjasta tölublaði Star Magazine er að finna stóra grein um sjónvarpssálfræðinginn Phil McGraw, sem er betur þekktur undir nafninu Dr. Phil, og meinta vafasama fortíð hans. Í greininni er rætt við konu sem starfaði á skrifstofu Dr. Phils árið 1984, þegar hún var 19 ára, og kærði hann fyrir kynferðislega áreitni.

„Hann fór inn undir blússuna mína og snerti brjóstin á mér. Hann var stöðugt að snerta á mér fótleggina og elskaði að nudda á mér mjaðmirnar,“ er haft eftir konunni í viðtalinu. Dr. Phil var sýknaður af ákærunni, en var þó ávíttur af samtökum sem veita sálfræðileyfi í Texasríki. Af þeim sökum var honum óheimilt að starfa sjálfstætt sem sálfræðingur.

Í greininni er einnig sagt frá því að Dr. Phil hafi rekið líkamsræktarsvikamyllu á áttunda áratugnum. Á hann að hafa selt fjölda fólks aðgang að heilsuræktarstöð, sem hann síðan lokaði og stakk af með peninginn. Í kjölfarið var lögreglurannsókn sett af stað. Dr. Phil er sagður hafa skuldað fjölda fólks og bönkum tugþúsundir dollara, sem hann hefur enn ekki greitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka