Fær bætur fyrir að missa fegurðartitil

Ólafur Geir Jónsson áður en hann missti titilinn.
Ólafur Geir Jónsson áður en hann missti titilinn. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Arnar Laufdal og Fegurðarsamkeppni Íslands skuli greiða Ólafi Geir Jónssyni 500 þúsund krónur í miskabætur fyrir að svipta hann titlinum herra Ísland árið 2005. 

Dómnum þótti sýnt, að  Ólafur hafi verið sviptur titlinum hr. Íslands 2005
á ólögmætan hátt. Sviptingin hafi auk þess verið meiðandi fyrir Ólaf. Taldi dómurinn sýnt að í sviptingunni og hvernig að henni hafi verið staðið hafi falist meingerð gegn persónu Ólafs.

Forsvarsmönnum keppninnar þótti á sínum tíma Ólafur Geir haga sér með þeim hætti í sjónvarpsþættinum Splash, að hann gæti ekki lengur borið titilinn.

Ólafur segist vera ánægður með niðurstöðuna enda hafi sviptingin verið óréttmæt  og meiðandi fyrir sig.  Einkum hafi fullyrðingar sem fram komu í fréttatilkynningum sem forsvarsmenn fegurðarsamkeppninnar sendu til fjölmiðla verið afar meiðandi, enda ósannar eins og dómurinn hafi nú staðfest.

Ólafur Geir ætlar að halda upp á þetta á föstudagskvöld á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll, með plötusnúðinum Dave Spoon, sem hann flutti inn til landsins til að halda upp á eins árs afmæli fyrirtækisins Agent.is. Fyrirtækið sér um skipulagningu skemmtana, innflutning á tónlistarfólki o.fl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir