Fær bætur fyrir að missa fegurðartitil

Ólafur Geir Jónsson áður en hann missti titilinn.
Ólafur Geir Jónsson áður en hann missti titilinn. mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu í dag að Arn­ar Lauf­dal og Feg­urðarsam­keppni Íslands skuli greiða Ólafi Geir Jóns­syni 500 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur fyr­ir að svipta hann titl­in­um herra Ísland árið 2005. 

Dómn­um þótti sýnt, að  Ólaf­ur hafi verið svipt­ur titl­in­um hr. Íslands 2005
á ólög­mæt­an hátt. Svipt­ing­in hafi auk þess verið meiðandi fyr­ir Ólaf. Taldi dóm­ur­inn sýnt að í svipt­ing­unni og hvernig að henni hafi verið staðið hafi fal­ist mein­gerð gegn per­sónu Ólafs.

For­svars­mönn­um keppn­inn­ar þótti á sín­um tíma Ólaf­ur Geir haga sér með þeim hætti í sjón­varpsþætt­in­um Splash, að hann gæti ekki leng­ur borið titil­inn.

Ólaf­ur seg­ist vera ánægður með niður­stöðuna enda hafi svipt­ing­in verið órétt­mæt  og meiðandi fyr­ir sig.  Einkum hafi full­yrðing­ar sem fram komu í frétta­til­kynn­ing­um sem for­svars­menn feg­urðarsam­keppn­inn­ar sendu til fjöl­miðla verið afar meiðandi, enda ósann­ar eins og dóm­ur­inn hafi nú staðfest.

Ólaf­ur Geir ætl­ar að halda upp á þetta á föstu­dags­kvöld á skemmti­staðnum NASA við Aust­ur­völl, með plötu­snúðinum Dave Spoon, sem hann flutti inn til lands­ins til að halda upp á eins árs af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins Ag­ent.is. Fyr­ir­tækið sér um skipu­lagn­ingu skemmt­ana, inn­flutn­ing á tón­listar­fólki o.fl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell