Niðurrifi mótmælt

Árvakur/Frikki

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður, afhenti Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, í dag undirskriftarlista þar sem fyrirhuguðu  niðurrifi hússins að Klapparstíg 30 í Reykjavík, er mótmælt. Veitingastaðurinn Sirkus er í húsinu, sem byggt var 1917.

Undirskriftirnar eru yfir 2000 en þeim var safnað inni á Sirkus í síðustu viku. Ólafur fékk einnig veggspjald með nöfnum þeirra tónlistarmanna og hljómsveita, sem tóku þátt í tónlistarhátíðinni Látíð í bæ um síðustu helgi.

Ólafur tók vel á móti fólkinu og sagðist ætla að bera erindið upp í borgarstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar