Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt

Skakkamanage á tónleikum á Sirkus um síðustu helgi.
Skakkamanage á tónleikum á Sirkus um síðustu helgi. Árvakur/G. Rúnar

Hr. Örlyg­ur, sem hef­ur skipu­lagt tón­list­ar­hátíðina Ice­land Airwaves, skor­ar á  mennta­málaráðherra, borg­ar­stjóra og borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík að leggj­ast af full­um krafti og þunga gegn nú­ver­andi áform­um um að Klapp­ar­stíg­ur 30 verði rif­inn. Þar er nú veit­inga­húsið Sirk­us til húsa.

„Við von­umst til að húsafriðun­ar­nefnd, Ferðamála­stofa og hags­munaðilar inn­an ferðaþjón­ust­un­ar láti í sér heyra til vernd­un­ar þessa kenni­leit­is og aðdrátt­ar­afls fyr­ir er­lenda ferðmenn. Sem og að aðrir sem starfa að tón­list­ar- og menn­ing­ar­lífi í land­inu leggi sitt lóð á voga­skál­arn­ar til að forða því menn­ing­ar­slysi sem nú er í upp­sigl­ingu," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni frá Hr. Örlygi.

Und­ir yf­ir­skrift­inni Látíð í bæ kom fjöldi tón­list­ar­manna sam­an á Sirk­us um síðustu helgi til að mót­mæla niðurrifi miðborg­ar­inn­ar. Skoruðu tón­list­ar­menn  þar á yf­ir­völd að viðhalda og vernda menn­ing­ar­minj­ar miðborg­ar­inn­ar. Í yf­ir­lýs­ingu þeirra seg­ir: „Sirk­us og reynd­ar all­ur sá reit­ur sem hús­næði bars­ins stend­ur á tákn­ger­ir vel þá "alls­herj­ar­til­tekt" sem fara á fram í miðbæn­um þar sem sér­stæða miðbæj­ar­ins og fjöl­skrúðugu mann­lífi hans er fórnað." 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Þú þarft að fara að lyfta þér upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Þú þarft að fara að lyfta þér upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir