Von á nýrri Blur-plötu?

Damon Albarn, forsprakki Blur.
Damon Albarn, forsprakki Blur. AP

Alex James, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar Blur, hefur verið að tjá sig að undanförnu um hugsanlega endurkomu hljómsveitar sinnar, og þá ættu aðdáendur þessara konunga Brit-poppsins að gleðjast, því einnig er rætt um nýja Blur-plötu. James segir að staða þeirra sé öll mjög pólitísk sem stendur.

„Við höfum verið að skiptast á um að vilja ekki gera þetta. Ég held að í augnablikinu sé það Damon sem vilji ekki fara aftur af stað með Blur. Það lítur þá út fyrir að næst sé áreiðanlega komið að mér. Já, frá og með mars næstkomandi get ég alls ekki gert nýja plötu því ég er í fýlu,“ segir Alex James í gríni. Honum finnst þó allavega mjög jákvætt að hljómsveitin sé að ræða útgáfumál og annað. „Við tölum um þetta og það er gott, því það væri hreinlega hræðilegt að hugsa til þess að það kæmi aldrei aftur út Blur-plata.“

Hljómsveitin hefur ekkert tekið upp saman síðan Graham Coxon gítarleikari gekk út úr upptökum fyrir plötuna Think Tank í Marrakesh árið 2002. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan