Læknar kallaðir að heimili Spears

Britney Spears
Britney Spears AP

Lögreglu og sjúkralið var kallað að heimili söngkonunnar  Britney Spears í Norðurhluta Hollywood í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hver ástæða útkallsins var en foreldrar Spears hafa dvalið hjá henni frá því á mánudag.

Spears var nýlega svipt umgengisrétti við tvo unga syni sína eftir að hún neitaði að afhenda þá föður þeirra að lokinni heimsókn drengjanna til hennar. Hún var í kjölfar þess flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst nauðug undir geðrannsókn.

Umboðsmaður hennar Sam Lufti lýsti því einnig yfir í sjónvarpsviðtali fyrr í þessari viku að hún ætti við geðræn vandamál að stríða og að hún hefði leitað sér hjálpar vegna þeirra. Skömmu síðar munu Lufti og Spears hins vegar hafa rifist heiftarlega og í kjölfar þess fluttu foreldrar hennar inn til hennar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir