Dómari í Los Angeles svipti í kvöld söngkonuna Britney Spears lögræði tímabundið en Britney var í vikunni flutt á geðsjúkrahús. James Spears, föður söngkonunnar, var skipaður lögráðamaður hennar en lögmaðurin Andrew Wallete var skipaður lögráðamaður bús Spears.
Lynne Spears, móðir Britneyjar, var einnig í réttarsalnum.
Dómarinn kvað einnig upp úrkurð um að Sam Lutfi, sem stundum hefur komið fram sem umboðsmaður Spears, sæti nálgunarbanni. Þá veitti dómarinn lögráðamönnum söngkonunnar heimild til að skipta um lása á húsi hennar og fjarlægja þá sem þar kunna að vera.
Mál Spears verður tekið á ný fyrir 4. febrúar.