Faðir Amy Winehouse segir nei

Breska söngkonan Amy Winehouse
Breska söngkonan Amy Winehouse AP

Faðir Amy Winehouse segir ólíklegt að söngkonan Amy Winehouse muni koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni líkt og til hefur staðið. Winehouse er enn í meðferð og segir faðir hennar of snemmt fyrir hana að taka að sér svo mikilvægt verkefni.

Winehouse er tilnefnd til Grammy verðlauna í sex flokkum og gaf plötuútgefandi hennar frá sér tilkynningu í síðustu viku þar sem sagði að söngkonan væri í meðferð við eiturlyfjafíkn til að ,,undirbúa sig undir að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni".

Mitch Winehouse segir við blaðið Daily Mirror að honum finnist þessi þrýstingur of mikill fyrir dóttur sína. ,,Ég er ekki viss um það verði neitt af þessu. Ég vil ekki að hún fari, ég held það sé of snemmt fyrir hana. Henni líður ekki vel, þess vegna er hún í meðferð."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir