Magni í hlutverk Freddy Mercury

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson. mbl.is/Eggert

„Ég verð að vera með mottu – ég er byrjaður að safna. Það kemur ábyggilega ekki vel út,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson hlæjandi.

Í vor bregður Magni sér í hlutverk Freddy Mercury heitins á söngskemmtun kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem lögum hljómsveitarinnar Queen verður gert hátt undir höfði. Magni mun syngja lög eins og Bohemian Rhapsody og Killer Queen ásamt kórnum og þrautreyndri hljómsveit.

Kominn í Queen-skóla

Freddy Mercury er tvímælalaust einn af betri söngvurum rokksögunnar svo að verkefnið er krefjandi fyrir Magna, sem er í Queen-skóla hjá Þóri, bassaleikara Á móti sól, þessa dagana.

„Þetta er með best sömdu, flóknustu og skemmtilegustu popp-rokktónlist sem þú getur komist í,“ segir Magni. „Þetta er ótrúleg hljómsveit. Ég bý svo vel að það er verið að ala mig upp í þessu. Queen er uppáhaldshljómsveit Þóris í Á móti sól.“

Magni hefur einu sinni áður flutt lög Queen opinberlega. Það var á Players í Kópavogi á sérstöku Queen-balli þar sem hann hljóp í skarðið fyrir hinn svartklædda Jónsa. „Þetta er ekkert grín,“ segir Magni. „Ég söng bara þriðja hvert lag og það var eins og að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið fjórum sinnum. Ég öskraði nokkur lög og gerði mér enga grein fyrir hvað það er erfitt að syngja þetta. Svo hringdu Selfyssingar í mig og spurðu hvort ég væri til í að vera með í þessu.“

Halldóra Gunnarsdóttir, umsjónarmaður kórstarfs í Fjölbrautaskóla Suðurlands, segir að Magni sé mikill fengur fyrir kórinn. „Við eigum ekki orð yfir hvað við erum hamingjusöm yfir að hann skuli vera til í þetta,“ segir hún og játar því að Magni hafi verið efstur á óskalistanum. „Freddy Mercury var náttúrlega ekkert venjulega góður söngvari þannig að við urðum að brjóta heilann um hver gæti sungið hlutverk hans. Við byrjuðum á þeim sem okkur langaði mest að fá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir