Öskupokar: Gamall og góður siður endurvakinn

Sú var tíðin að börn fóru um bæinn á öskudag og hengdu öskupoka á bak vegfarenda án þess að þeir yrðu þess varir. Þessi skemmtilegi og séríslenski siður hefur því miður nánast lagst af á undanförnum árum en nú hyggjast Heimilisiðnaðarfélagið og menningarmiðstöðin Gerðuberg endurvekja hann og halda námskeið í öskupokagerð fyrir krakka á öllum aldri.

„Þetta er gamall og góður siður sem er að detta upp fyrir því nú eru krakkar farnir að taka upp norðlenska siði og syngja í búðum,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður sem verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Sjálf er Lára alin upp á Akureyri og segir að þar hafi bæði tíðkast að syngja á öskudag og hengja poka á vegfarendur.

„Upphaflega voru þetta kannski frekar ungar konur sem hengdu poka aftan á einhvern sem þær voru hrifnar af og má segja að þær hafi verið að reyna að krækja sér í kærasta,“ segir hún.

Til þess að hengja megi öskupoka aftan á einhvern er mikilvægt að vera með títuprjón sem hægt er að beygja. Framboð á slíkum títuprjónum hefur dregist saman á undanförnum árum og vilja sumir tengja minnkandi vinsældir öskupokanna við það. Lára Magnea kann ráð við því.

„Maður þarf að safna títuprjónum úr herraskyrtum sem eru keyptar úti í búð. Það eru einu títuprjónarnir sem hægt er að beygja núna,“ segir hún og bendir jafnframt á að sumir noti einfaldlega litlar nælur í staðinn.

Öskupokagerðin fer fram í Gerðubergi laugardaginn 2. febrúar kl. 15-17.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir