Brad Pitt er fyrirmyndin

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie.
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie. AP

Bandaríski leikarinn Brad Pitt er sá einstaklingur sem flestir karlmenn vilja líkjast. Þetta kemur fram í stórri könnun sem 20.000 lýtalæknar um allan heim stóðu fyrir en könnunin var gerð á meðal sjúklinga þeirra. Á meðal þeirra líkamshluta leikarans sem sjúklingarnir horfðu sérstaklega til voru augun, nefið, varirnar, hakan og rassinn. Það var svo unnusta Pitts, leikkonan Angelina Jolie, sem var á toppnum meðal kvenna. Þó vildu konur fá brjóstin hennar Pamelu Anderson, rass Jennifer Lopez og augu Sophiu Loren.

Annars er það að frétta af Brad Pitt að hann hefur vaxandi áhyggjur af aldrinum en kappinn er orðinn 44 ára gamall. „Hann er með útlitið á heilanum og þetta virðist verða meiri og meiri þráhyggja hjá honum,“ segir kunningi leikarans. „Það hefur mikil áhrif á hann að hann skuli ekki líta eins vel út og hann gerði þegar hann var yngri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar