Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum

Britney í janúar.
Britney í janúar. AP

Brit­ney Spe­ars æpti á móður sína og sakaði hana um að sænga hjá kær­ast­an­um sín­um, í sömu mund og Brit­ney var flutt nauðug vilj­ug á geðdeild fyr­ir skömmu. Hafa lækn­ar á Há­skóla­sjúkra­hús­inu í Los Ang­eles úr­sk­urðað Brit­n­eyju al­var­lega veika.

Haft er eft­ir heim­ilda­mönn­um að Brit­ney hafi æpt á móður sína og full­yrt að „eina ástæðan fyr­ir því að hún læt­ur leggja mig inn er að hún vill sofa hjá kær­ast­an­um mín­um.“

Ekki tók Brit­ney fram við hvern hún ná­kvæm­lega átti - ljós­mynd­ar­ann Adn­an Ghalib eða eig­in­mann sinn fyrr­ver­andi, Kevin Federl­ine, sem móðir henn­ar, Lynne, hef­ur haldið sam­bandi við.

Heim­ilda­menn á sjúkra­hús­inu segja að komið hafi verið með Brit­n­eyju þangað klukk­an rúm­lega tvö um nótt­ina, en svo mik­il voru læt­in í henni að ekki var hægt að inn­rita hana fyr­ir en um tveim tím­um síðar.

Full­yrt er að hún hafi verið á Adderall, sem er örv­andi lyf gegn at­hygl­is­bresti, og tekið allt að tíu pill­ur af hægðalyfi á dag.

Meint­ur „fram­kvæmda­stjóri“ Brit­n­eyj­ar, Sam Lut­fi, full­yrðir að Lynne sé nokk sama um hvernig komið sé fyr­ir Brit­n­eyju. „Nei. Móðir henn­ar læt­ur sé ekki annt um hana. Hún var of upp­tek­in við að fara í handsnyrt­ingu til að mega vera að því að koma til henn­ar í gær, þrátt fyr­ir að dótt­ir henn­ar bæði hana hvað eft­ir annað um það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Hvort ástarmálin þín blómstra, stendur og fellur með því hvort þú getir lært af gamalli reynslu. Ef sem þú þarft á hjálp að halda skaltu vera vinalegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Hvort ástarmálin þín blómstra, stendur og fellur með því hvort þú getir lært af gamalli reynslu. Ef sem þú þarft á hjálp að halda skaltu vera vinalegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant