Mikill árangur hefur náðst í kjaradeilu kvikmynda- og sjónvarpshandritshöfunda í Bandaríkjunum og kann bráðabirgðasamkomulag að verða gert í þessari viku, að því er haft er eftir heimildamanni.
Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur verið greiðslur fyrir efni sem dreift er á netinu. Deilt hefur verið um hversu mikið og hvenær handritshöfundar fái greitt fyrir efni sem selt er á netinu eftir að það hefur verið sýnt í sjónvarpi.