Aldrei fleiri á þorrablóti í Ottawa

Völundur Þorbjörnsson afhendir Roger Eyvindsson uppboðsmyndina.
Völundur Þorbjörnsson afhendir Roger Eyvindsson uppboðsmyndina.

Meira en 100 manns sóttu þorrablót félagsins Íslandsvina í Ottawa um liðna helgi og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Þorrablótið var nú haldið í sjötta sinn og í fyrsta sinn á opinberum stað en áður hafa blótin farið fram í heimahúsi.

Sem fyrr var boðið upp á fjölbreytta dagskrá með íslenska þorramatnum og meðal annars greindi Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands í Kanada, frá sögu þorrablóta á Íslandi. Eins og áður var haldið uppboð og að þessu sinni var boðið upp íslenskt málverk, sem Roger Eyvindsson bauð hæst í.

Töluverður kraftur hefur verið í Íslandsvinum undanfarin ár og félögum fjölgað með aukinni starfsemi. Völundur Þorbjörnsson, formaður félagsins, segir að framtíð félagsins sé björt og það megi þakka góðum og öflugum stuðningi félagsmanna og góðri samvinnu og góðu samstarfi við íslenska sendiráðið í Ottawa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir