Ekki ást við fyrstu sýn

Hjónin Michelle Pfeiffer og David E. Kelly,
Hjónin Michelle Pfeiffer og David E. Kelly, AP

Leikkonan Michelle Pfeiffer segir frá því að hún hafi fyrst reynt að koma eiginmanni sínum, David E. Kelley, saman við systur sína er þau hittust fyrst.

„Þetta var ekki ást við fyrstu sýn með David. Við hittumst á blindustefnumóti á veitingastað með hópi af öðru fólki. Við töluðum eiginlega ekkert saman það kvöld, hann talaði við systur mína og ég við vini hans. Hann og systir mín virtust ná vel saman svo ég taldi góða hugmynd að koma þeim saman. En vinir mínir bönnuðu mér það, hann átti að vera fyrir mig,“ segir Pfeiffer sem hefur verið gift Kelly síðan árið 1993. Saman eiga þau tvö börn, 14 ára ættleidda dóttur og 13 ára son.

Hún segir samt að um leið og þau hafi fengið tíma saman ein hafi allt smollið. „Við fórum síðan loksins tvö saman á stefnumót og hérna erum við enn þann dag í dag.“

Pfeiffer, 49 ára, er nú við tökur á gamanmyndinni Chasing Montana en Kelly skrifaði handritið sérstaklega fyrir hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup