Kann varla að kveikja á tölvu

Anelina Jolie og Brad Pitt á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara
Anelina Jolie og Brad Pitt á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara Reuters

Leikkonan Angelina Jolie hefur viðurkennt að vera gjörsamlega hjálparvana þegar kemur að tölvu- og tæknimálum og viðurkennir að hún þurfi oft að biðja sambýlismanninn, Brad Pitt um aðstoð þegar hún þarf að kveikja á tölvu.

Þetta kom fram í máli leikkonunnar á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara á laugardag.

„Eins og Brad veit þá kann ég eiginlega ekki að kveikja á tölvu," sagði Jolie við gesti á hátíðinni.

Jolie ljóstraði fleiru upp á hátíðinni og meðal annars því að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega spennt fyrir hlutverkinu í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith en viðurkennir að hún sé alsæl í dag með að hafa þegið hlutverkið því þau Pitt kynntust við tökur myndarinnar.

En Jolie ljóstraði ekki upp hlut sem er á allra vörum sem fylgjast með fræga fólkinu, eiga þau Pitt von á barni eða börnum?

Jolie var í mjög víðri blússu á hátíðinni og ekki dró úr orðróminum við það og eins þegar hún upplýsti gesti og gangandi um að hennar helsta ástríða í lífinu væri móðurhlutverkið en hún og Brad Pitt eiga fjögur börn, Maddox, Pax,Zahara og Shiloh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka