Kann varla að kveikja á tölvu

Anelina Jolie og Brad Pitt á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara
Anelina Jolie og Brad Pitt á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara Reuters

Leikkonan Angelina Jolie hefur viðurkennt að vera gjörsamlega hjálparvana þegar kemur að tölvu- og tæknimálum og viðurkennir að hún þurfi oft að biðja sambýlismanninn, Brad Pitt um aðstoð þegar hún þarf að kveikja á tölvu.

Þetta kom fram í máli leikkonunnar á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara á laugardag.

„Eins og Brad veit þá kann ég eiginlega ekki að kveikja á tölvu," sagði Jolie við gesti á hátíðinni.

Jolie ljóstraði fleiru upp á hátíðinni og meðal annars því að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega spennt fyrir hlutverkinu í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith en viðurkennir að hún sé alsæl í dag með að hafa þegið hlutverkið því þau Pitt kynntust við tökur myndarinnar.

En Jolie ljóstraði ekki upp hlut sem er á allra vörum sem fylgjast með fræga fólkinu, eiga þau Pitt von á barni eða börnum?

Jolie var í mjög víðri blússu á hátíðinni og ekki dró úr orðróminum við það og eins þegar hún upplýsti gesti og gangandi um að hennar helsta ástríða í lífinu væri móðurhlutverkið en hún og Brad Pitt eiga fjögur börn, Maddox, Pax,Zahara og Shiloh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar