Túrinn styttur

Kryddpíurnar á sviði.
Kryddpíurnar á sviði. Reuters

Tilkynnt hefur verið að Spice girls ætli að stytta heimstónleikatúr sinn sem hófst í byrjun desember. Seinustu tónleikarnir verða í Bandaríkjunum í lok þessa mánaðar. Sagt er að fjölskyldu- og persónulegar aðstæður stúlknanna séu ástæður þessa.

Í júní þegar túrinn var tilkynntur var sagt að þær ætluðu að ferðast um Evrópu, Bandaríkin, Ástralíu, Kína, Suður-Afríku og Argentínu en hingað til hafa þær aðeins farið um Evrópu og Bandaríkin. Í fréttatilkynningu sem Spice girls sendu frá sér um málið er ekki útilokað að þær haldi tónleika í þeim löndum sem þær sleppa núna einhvern tímann í framtíðinni.

„Við höfum skemmt okkur mjög vel síðustu þrjá mánuði. Það er frábært að vera saman aftur og sjá framan í aðdáendur okkar. Við viljum þakka öllum sem komu að sjá okkur. Okkur þykir mjög leitt að hafa ekki komist á alla áætlaða staði. Við höfum aðrar skuldbindingar í lífi okkar núna en hver veit hvað gerist síðar,“ segir í tilkynningu frá Kryddstúlkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir