Leikkonan Jennifer Aniston er nú sögð í miklu uppnámi vegna sögusagna af því að fyrrum eiginmaður hennar Brad Pitt og sambýliskona hans Angelina Jolie eigi vona á barni en fyrir eiga þau eina dóttur og þrjú ættleidd börn. „Jennifer ber sig vel en hún er í miklu uppnámi,” segir ónefndur vinur hennar. „Hún var ekki undir það búin hversu mjög það sló hana út af laginu þegar hún sá myndir af Angelinu og kúlunni hennar. Það kom henni á óvart hversu mikil áhrif það hafði á hana að sjá enn eitt merki þess hversu mjög líf Brads hefur breyst miðað við hennar líf.”
Annar ónefndur vinur Aniston segir hana syrgja það mjög að hafa ekki att barn með Pitt, sem hún var gift í fimm ár. „Jennifer þráir að eignast börn. Hún finnur líffræðilegu klukkuna tifa og óttast að hún hafi beðið of lengi. Hún segir oft að hún vildi óska að hún hefði eignast börn með Brad og að þá hefðu hlutirnir hugsanlega þróast á annan veg,” segir vinurinn í viðtali við breska tímaritið Star.