Löggan sem elti flóttamanninn látin

Barry Morse.
Barry Morse.

Breski leikarinn Barry Morse, sem lék lögreglumanninn í sjónvarpsþáttunum um flóttamanninn  Richard Kimble á sjöunda áratug síðustu aldar, er látinn 89 ára að aldri.

Morse fæddist í Lundúnum árið 1918. Hann lærði leiklist og kom fram á leiksviði á West End en flutti árið 1951 til Kanada og lék í útvarpi og sjónvarpi. Talið er að hann hafi leikið um 3000 hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum.

Hann var ráðinn árið 1963 til að leika lögreglumanninn Philip Gerard í þáttununum um Flóttamanninn. Gerðir voru 120 þættir á fjórum árum en þeir fjölluðu um leit Gerard að lækninum Kimble, sem David Janson lék, en Kimble var grunaður um að hafa myrt konu sína. Hann hélt hins vegar fram sakleysi sínu og elti einhentan mann, sem hann taldi hafa framið morðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar