Maharishi Mahesh Yogi látinn

Maharishi Mahesh Yogi, sem um tíma var hugleiðslukennari Bítlanna, lést á heimili sínu í Vlodrop í Hollandi í kvöld, 91 árs að aldri. Maharishi kenndi svonefnda háspekilega hugleiðslu samkvæmt forskrift Hindúa og eftir því sem árin liðu naut hún aukinnar virðingar. 

Maharishi byrjaði að kenna hugleiðslu árið 1955 og árið 1959 stofnaði han skóla í Bandaríkjunum. Það vakti hins vegar heimsathygli þegar Bítlarnir fóru til Rishikesh á Indlandi árið 1968 þar sem Maharishi  rak stofnun.

Þótt það slettist upp á vinskapinn milli Maharishi og Bítlanna varð hann eftirsóttur kennari og byggði upp mikið viðskiptaveldi.

Maharishi Mahesh Yogi.
Maharishi Mahesh Yogi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka