Bandaríska poppsöngkonan Britney Spears fór heim af sjúkrahúsi í Los Angeles í kvöld eftir að hafa dvalið þar á geðdeild í sex daga. Fréttavefur blaðsins Los Angeles Times sagði frá þessu í kvöld. Öryggisverðir fylgdu söngkonunni á brott.
Spears var flutt á sjúkrahúsið sl. fimmtudag samkvæmt ráðleggingum geðlæknis, sem skoðaði söngkonuna. Hún var í kjölfarið svipt lögræði tímabundið og faðir hennar og lögmaður voru skipaðir löggæslumenn hennar.