Hundurinn sá eini sem fær að gista

Kylie Minogue
Kylie Minogue Reuters

Ástralska söngkonan Kylie Minogue harðneitar orðrómi um að hún og ástmaðurinn fyrrverandi,Olivier Martinez, séu tekin saman á ný. Segir hún að sá eini sem fær að deila rúmi með henni sé tíkin Sheba.

„Mín dásamlega Sheba er eina veran sem fær að sofa í mínu rími. Ég leyfi henni að sofa uppí allar nætur og satt að segja var það hún sem gisti í rúmi mínu þær tvær nætur sem ég var í París í síðustu viku," segir Minogue.

Hún ítrekar að Olivier og hún séu bara vinir þrátt fyrir orðróm um annað og meira. Segir hún að þau hafi alltaf verið vinir. „Ég fór út að borða með vini og það næsta sem ég veit eru umræður um hvort við ætlum að stofna fjölskyldu. Við minntumst ekki einu sinni á það umræðuefni," segir Minogue.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar