Staðhæft er í bréfi sem Lynne Spears móðir söngkonunnar Britney Spears lagði fram með kröfu um nálgunarbann gegn Sam Lutfi, umboðsmanni Spears, í síðustu viku að hann hefði deyft hana með lyfjum og lagt undir sig heimili hennar, líf og fjármál. Þá er hann sagður hafa stjórnað hópi ljósmyndara sem hafa elt söngkonuna á röndum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Fram kemur í yfirlýsingunni að Spears hafi fyrst hitt Lutfi í október á síðasta ári og að skömmu síðar hafi hann svo gott sem flutt inn á hana. Þá segir að hann hafi klippa á símalínur inn á heimilið og fjarlægt hleðslutæki fyrir farsíma hennar. Hann hafi einnig öskrað á hana og krafist þess að hún hlýddi sér í einu og öllu.