Útvarpskona höfðar mál gegn White Stripes

Jack White.
Jack White. AP

Kanadísk útvarpskona hefur höfðað mál gegn tvíeykinu White Stripes og krefst 70.000 Bandaríkjadala, eða um4,5 milljóna króna. Sveitin er sögð hafa notað hljóðbúta úr þætti konunnar á plötu fyrir átta árum án leyfis.

Útvarpskonan, Dominique Payette, segir að tíu sekúndur, úr útvarpsþætti hennar hafi verið notaðar í leyfisleysi í laginu Jumble Jumble á annari plötu sveitarinnar, De Stijl, árið 2000.

Payette segir þannig hafa verið ráðist á einkalíf sitt og hefur hún höfðað mál gegn hljómsveitinni og útgefendunum Third Man Records og BMG Music í Kanada. Auk þess krefst hún þess að platan verði fjarlægð úr verslunum.

Engum sögum fer af viðbrögðum Jack og Meg White eða útgefendanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar