Amy Winehouse fær ekki áritun til Bandaríkjanna

Breska söngkonan Amy Winehouse fær ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hún átti að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni um helgina í Los Angeles. Winehouse fékk sex tilnefningar til Grammy verðlauna.

Winehouse, sem er 24 ára, var lögð inn á meðferðarstofnun fyrir hálfum mánuði vegna lyfjafíknar.

Í yfirlýsingu frá umboðsfyrirtæki Winehouse, segir að söngkonan muni ekki koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni. Bandaríska sendiráðið í Lundúnum hafi hafnað umsókn um vegabréfsáritun.

Í yfirlýsingunni segir, að Winehouse gangi vel í meðferðinni og þótt hún sé vonsvikin yfir að komast ekki til Bandaríkjanna nú muni hún fá fleiri tækifæri til að fara þangað.

Whinehouse var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag vegna mynda, sem teknar voru af henni fyrir mánuði að reykja krakk.  Þá hefur hún verið ákærð í Björgvin í Noregi fyrir að vera með maríjúana í fórum sínum.   

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir