Kynþokkafyllsti fótboltakappinn

David Beckham.
David Beckham.

Það kemur líklega ekki á óvart að David Beckham hefur verið kosinn kynþokkafyllsti fótboltakappi í heimi. Vefsíðan www.thepeoplesclub.com stóð fyrir valinu og voru það breskir kvenkyns fótboltaaðdáendur sem kusu.

„Beckham hefur ekki misst kynþokkann, hann er dáður fyrir útlit sitt og boltahæfileika, þrátt fyrir að hafa flutt til Los Angeles,“ sagði eigandi vefsíðunnar um niðurstöðuna sem hann segir einnig sýna að breskar konur horfi ekki aðeins á breska fótboltamenn því þeir sem á topp-tíu-listanum sitji komi víða að.

David er ekki sá eini í Beckham-fjölskyldunni sem fær þann heiður að vera kynþokkafyllstur því Victoria var nýlega valin kynþokkafyllsta móðir í heimi af undirfatamerkinu Victoria Secret.

Tíu kynþokkafyllstu fótboltamenn í heimi:
  1. David Beckham (LA Galaxy, England)
  2. Thierry Henry (Barcelona, Frakkland)
  3. Freddie Ljungberg (West Ham Utd, Svíþjóð)
  4. Cristiano Ronaldo (Manchester Utd, Portúgal)
  5. Fernando Torres (Liverpool, Spánn)
  6. Paolo Maldini (AC Milan, Ítalía)
  7. Kaká (AC Milan, Brasilía)
  8. Michael Owen (Newcastle Utd, England)
  9. Andriy Shevchenko (Chelsea, Úkraína)
  10. Frank Lampard (Chelsea, England)
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir