Forsala miða á Bítlatónleikana Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band hefst í dag á midi.is. Þá geta viðskiptavinir Kaupþings, handhafar MasterCard-greiðslukorta og handhafar E-korta keypt miða með 20% afslætti. Forsalan stendur til 12. febrúar, en þá hefst almenn miðasala á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is.
Tónleikarnir fara fram laugardaginn 22. mars og verður meistaraverk Bítlanna, hljómplatan Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, flutt þar í heild sinni. Fram koma á tónleikunum fremstu söngvarar landsins og Rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Auk laganna af Sgt. Pepper's verða mörg af vinsælustu lögum Bítlanna flutt, en þau hafa verið útsett sérstaklega fyrir sinfóníuhljómsveit af þessu tilefni. Almenn miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 12. febrúar kl. 10 á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is um allt land. Miðaverð er kr. 9.000 fyrir sæti á A-svæði, 8.000 kr. fyrir B-svæði og kr. 7.000 fyrir C-svæði. Aðeins er selt í sæti og er miðaframboð takmarkað. Nánari upplýsingar og miðasala fyrir hópa er í síma 540 9800 alla virka daga á milli kl. 9 og 17. Netfang miðasölu er midi@midi.is.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Húsið verður opnar kl. 19. Eitt hlé er á tónleikunum. Áfengisveitingar frá Vífilfelli verða í hléi.