Keppa í turnahlaupi

Skoppa og Skrýtla ætla að hlaupa upp Smáratorgsturninn.
Skoppa og Skrýtla ætla að hlaupa upp Smáratorgsturninn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Líkamsræktarstöðin World Class efnir til óvenjulegrar íþróttakeppni í kvöld en þá mun hópur þekkts fólks keppa í hlaupi í nýja turninum á Smáratorgi. Verður hlaupið upp 15 hæðir til styrktar Fjölsmiðjunni sem er vinnustaður fyrir ungt fólk.

Í tilkynningu frá World Class segir, að hlaupakeppnin sé haldin í tilefni af því að fyrirtækið opnar eftir helgina nýja heilsuræktarstöð á 15. hæð í nýja turninum. World Class og Landsbankinn heita á keppendur að hlaupa upp hæðirnar fimmtán og safna fé til styrktar Fjölsmiðjunni. Hlaupið verður frá kl. 17:45 til 18:45.

Keppendur eru: Jói Fel, bakarameistari, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, Finnbogi Kristinsson, deildarstjóri í Fjölsmiðjunni, Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og starfsmaður Fjölsmiðjunnar, Skoppa og Skrítla, Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona og Ellý Ármanns, sjónvarpskona.

Turninn við Smáratorg í byggingu.
Turninn við Smáratorg í byggingu. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar