Keppa í turnahlaupi

Skoppa og Skrýtla ætla að hlaupa upp Smáratorgsturninn.
Skoppa og Skrýtla ætla að hlaupa upp Smáratorgsturninn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Líkamsræktarstöðin World Class efnir til óvenjulegrar íþróttakeppni í kvöld en þá mun hópur þekkts fólks keppa í hlaupi í nýja turninum á Smáratorgi. Verður hlaupið upp 15 hæðir til styrktar Fjölsmiðjunni sem er vinnustaður fyrir ungt fólk.

Í tilkynningu frá World Class segir, að hlaupakeppnin sé haldin í tilefni af því að fyrirtækið opnar eftir helgina nýja heilsuræktarstöð á 15. hæð í nýja turninum. World Class og Landsbankinn heita á keppendur að hlaupa upp hæðirnar fimmtán og safna fé til styrktar Fjölsmiðjunni. Hlaupið verður frá kl. 17:45 til 18:45.

Keppendur eru: Jói Fel, bakarameistari, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, Finnbogi Kristinsson, deildarstjóri í Fjölsmiðjunni, Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og starfsmaður Fjölsmiðjunnar, Skoppa og Skrítla, Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona og Ellý Ármanns, sjónvarpskona.

Turninn við Smáratorg í byggingu.
Turninn við Smáratorg í byggingu. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir