Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst með Rolling Stones

Martin Scorsese ásamt Keith Richards, Charlie Watts, Ron Wood og …
Martin Scorsese ásamt Keith Richards, Charlie Watts, Ron Wood og Mick Jagger í Berlín í gærkvöldi. Reuters

Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst í gærkvöldi með frumsýningu myndarinnar Shine a Light, sem bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese gerði um tónleika bresku rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones. Hljómsveitin og leikstjórinn ræddu við fréttamenn áður en myndin var sýnd en hún var tekin í Beacon leikhúsinu í New York, sem tekur 2800 manns í sæti.

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, sagði að hefðu þeir mátt ráða hefði myndin verið tekin á strönd í Rio de Janiero en Scorsese hefði ekki haft áhuga á því.

Scorsese sagðist hafa viljað gera mynd um samspil áheyrenda og  félaganna í hljómsveitinni. Hann hefur fylgst með Rolling Stones í fjóra áratugi en sá þá fyrst á svipi í byrjun áttunda áratugarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir