Heimilt að reka framkvæmdastjóra Britneyjar

Britney í farþegasætinu á bíl sínum í Los Angeles á …
Britney í farþegasætinu á bíl sínum í Los Angeles á miðvikudaginn, ásamt ónafngreindum manni undir stýri. AP

Dómari í Los Angeles hefur gefið James Spears, föður Britneyjar, umboð til að víkja viðskiptastjóra hennar frá störfum, samkvæmt dómsskjölum sem birt voru í gær. James er dómsskipaður tilsjónarmaður dóttur sinnar og eigna hennar.

Dómarinn skipaði ennfremur viðskiptastjóranum, Howard Grossman, að afhenda James „öll skjöl og eignir er varða Britney Spears.“

Dómarinn kvað upp úrskurð sinn eftir að faðir Britneyjar fór fram á sérstakan lokaðan fund um málið á fimmtudaginn. Grossman mætti til fundarins, en var ásamt öðrum skipað að yfirgefa dómssalinn.

Grossman vildi ekkert segja um það hvort hann hefði verið rekinn, eða hve lengi hann hafi starfað fyrir Britneyju.

Foreldrar Britneyjar, James og Lynne, hafa lagt sig fram um að ná í sínar hendur stjórn á öllum þáttum í lífi hennar eftir að hún var lögð inn á geðdeild 31. janúar.

Sama dag og James fékk sig skipaðan tilsjónarmann í síðustu viku fékk Lynne sett nálguarbann á Sam Lutfi, sem hefur verið í slagtogi við Britneyju lengi og stundum gegnt hlutverki framkvæmdastjóra hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar