Skorti föðurímynd

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Reuters

Lindsay Lohan segir að skortur á föðurímynd hafi leitt sig út í vafasamt hátterni. Það hafi valdið sér miklum tilfinningaskaða að horfa á föður sinn settan í fangelsi. Feðginin töluðust ekki við i þrjú ár.

Lohan er 21 árs. Í ágúst sl. skráði hún sig í þriðja sinn í meðferð við áfengis- og fíkniefnavanda eftir að hafa verið tekin fyrir ölvunarakstur. Pabbi hennar, Michael, er óvirkur áfengissjúklingur.

Í viðtali við tímaritið Harper´s Bazaar sagði hún:

„Þegar ég lít til baka yfir síðasta ár get ég ekki skilið hvað ég var eiginlega að hugsa. Það var virkilega erfitt að hitta pabba aldrei, nóg samt að geta lítið verið með fjölskyldunni.“

„Ég gaf mér ekki tíma til að taka lífinu með ró. Ég var stanslaust á ferðinni og varð þreytt. Þetta var streituvaldur ... Ég átti engan pabba til að hringja í og það olli miklum sársauka.“

Lohan segir að eftir dvöl sína á Cirque Lodge meðferðarstöðinni í Utah í fyrra sé hún miklu betur í stakk búin til að takast á við lífið.

„Ég hef lært svo margt, eins og til dæmis að njóta tilverunnar með öðrum hætti. Og ég gaf mér aldrei tíma til að upplifa tilfinningar mínar. Það var gott að fara burtu og dvelja á stað þar sem ég gat lært um þetta og gefið mér tíma til að hreinsa hugann og ná mér aftur á strik.“

Faðir hennar sat í fangelsi í tvö ár eftir ýmis skilorðsrof í kjölfar handtöku fyrir ölvunarakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar