Vissi ekki að Freddy Mercury væri samkynhneigður

Hljómsveitin Queen.
Hljómsveitin Queen.

Brian May, gítarleikari Queen og núverandi stjarneðlisfræðingur, segist ekki hafa vitað af samkynhneigð söngvarans Freddy Mercury fyrr en komið var fram á níunda áratuginn en sveitin var stofnuð í upphafi þess áttunda.

„Það var ekki fyrr en hann fór að bjóða frekar kvenlegum karlmönnum baksviðs einhvern tímann eftir 1980 að mig fór að gruna eitthvað. En ég fullvissa ykkur um að þegar við deildum herbergi á fyrstu tónleikaferðunum þá voru það einungis kvenmenn sem gistu hjá honum,“ segir May í viðtali við tónlistartímaritið Q. „Ætli hann hafi ekki verið það sem kallast „metrosexual“ í dag. Hann lagði mikla vinnu í hár og föt.“

Brian upplýsir það einnig í viðtalinu að Mercury hafi verið mjög feiminn að eðlisfari. „Við vorum allir mjög til baka og Freddy líklegast hvað hlédrægastur af okkur fjórum. Hans leið til að vinna úr þessari feimni var að haga sér eins og guð á sviði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir