Bafta verðlaunin: Atonement besta myndin

Atonement, sem tilnefnd var til 14 verðlauna, var valin besta kvikmynd ársins á verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, í Lundúnum í kvöld. Verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki hlutu annars vegar hin franska Marion Cotillard í hlutverki Édith Piaf í myndinni La Vie en Rose og hins vegar Daniel Day-Lewis fyrir myndina There will be blood.

Vert er að geta þess að Atonement fékk „aðeins“ tvenn verðlaun; auk þess að vera valin besta myndin var sviðsmyndin valin sú besta.

Verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fengu Javier Bardem fyrir No Country For Old Men og Tilda Swinton fyrir myndina Michael Clayton.

Verðlaun fyrir bestu leikstjórn fengu Coen bræður, Joel og Ethan, fyrir myndina No Country For Old Men.

Sérstök heiðursverðlaun BAFTA hlaut að þessu sinni leikarinn Sir Anthony Hopkins.

Marion Cotillard fékk Bafta verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Marion Cotillard fékk Bafta verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir