Blake reynir að brjóta Amy

Amy Winehouse faðmar móður sína eftir að hún hlaut Grammy …
Amy Winehouse faðmar móður sína eftir að hún hlaut Grammy verðlaunin í gærkvöldi.

Blake Fielder-Civil, hringdi nýlega í eiginkonu sína söngkonuna Amy Winehouse og laug því að henni að hann hefði verið fluttur á sjukradeild sjúkrahússins, þar sem hann er í haldi, eftir að hann hafi reynt að fremja sjálfsmorð. Fielder-Civil er í haldi í Pentonville fangelsi í London þar sem hann bíður dóms fyrir likamsárás og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Talsmenn fangelsisins segja engar upplýsingar liggja fyrir um það að hann hafi reynt að fremja sjálfsmorð 

Vinir söngkonunnar segir hana hafa verið niðurbrotna eftir að hún heyrði sögu Blakes en að hún hafi loks fallist á þau rök þeirra að yfirvöld hefðu látið hana vita væri nokkuð hæft í  sögunni. Þá segja þeir að Blake óttist að Amy yfirgefi hann nái hún stjórn á fíkniefnaneyslu sinni.

„Hann vill ýta undir sektarkennd hennar þannig að hún geti ekki yfirgefið hann. Hann er óendanlega stjórnsamur, jafnvel þegar hann er á bak við rimla,” segir ónefndur vinur hennar.

Amy, sem er nú í meðferð vegna áfengis og fíkniefnaneyslu,  hlaut fimm Grammy-verðlaun er þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í gærkvöldi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir