Keiru leiðist í ræktinni

Keira Knightley mætir til BAFTA-hátíðarinnar í London í gærkvöldi.
Keira Knightley mætir til BAFTA-hátíðarinnar í London í gærkvöldi. AP

Keiru Knightley leiðist óskaplega að fara í líkamsrækt. Hún þvertekur fyrir að hún haldi línunum í lagi með „einhverju hundleiðinlegu líkamsræktarprógrammi.“ Keira segir að þótt hún kunni vel við jóga sé það eiginlega alveg jafn leiðinlegt.

„Ég reyndi að fara í jóga en það gerði mig bara pirraða. Eiginlega verð ég bara stressuð við að vera í jóga. Ef mér er sagt að slaka á verð ég yfirleitt stressuð,“ sagði Keira, sem er 22 ára.

Hún mætti í kjól frá Valentino Couture á BAFTA-hátíðina í Konunglega óperuhúsinu í London í gærkvöldi, þar sem hún var tilnefnd fyrir bestan leik í aðahlutverki fyrir Atonement.

En Keira varð að lúta í lægra haldi fyrir frönsku leikkonunni Marion Cotillard, en Atonement var þó útnefnd besta myndin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar