Japanskir vísindamenn hafa varað við því að það geti stuðlað að þunglyndi og öðrum geðrænum og líkamlegum vandamálum að brosa of mikið. Þá segir í breska blaðinu The Sunday Times að frosna kurteisisbrosið sé að geraþjóðina vitlausa. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Í báðum löndum eru það konur sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af kröfunni um að þær brosi stöðugt framan í umheiminn en í Japan fær afgreiðslufólk víða sérstaka þjálfun í að brosa.
„Vandinn er sá að margar japanskar konur geta ekki hætt að brosa og það getur haft ýmsar óvæntar afleiðingar í för með sér,” segir Makoto Natsume, prófessor við háskólann í Osaka, sem er einn virtasti geðlæknir í Japan. „Raunverulegar tilfinningar týnast í þeirri brosgrímu sem konur neyðast til að bera og það getur haft mjög alvarlegar andlegar afleiðingar.