Varað við of miklu brosmildi

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, brosir sínu blíðasta.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, brosir sínu blíðasta. AP

Japanskir vísindamenn hafa varað við því að það geti stuðlað að þunglyndi og öðrum geðrænum og líkamlegum vandamálum að brosa of mikið. Þá segir í breska blaðinu The Sunday Times að frosna kurteisisbrosið sé að geraþjóðina vitlausa. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Í báðum löndum eru það konur sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af kröfunni um að þær brosi stöðugt framan í umheiminn en í Japan fær afgreiðslufólk víða sérstaka þjálfun í að brosa.

„Vandinn er sá að margar japanskar konur geta ekki hætt að brosa og það getur haft ýmsar óvæntar afleiðingar í för með sér,” segir Makoto Natsume, prófessor við háskólann í Osaka, sem er einn virtasti geðlæknir í Japan. „Raunverulegar tilfinningar týnast í þeirri brosgrímu sem konur neyðast til að  bera og það getur haft mjög alvarlegar andlegar afleiðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir