Alþjóðlega myndbands- og kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland 2008 er nú í undirbúningi. Hún hefst 29. mars n.k. og stendur til 5. apríl. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og nýtur hún mjög vaxandi athygli meðal listafólks á vettvangi sjónlista.
Kristín Scheving er framkvæmdastjóri og upphafsmaður hátíðarinnar og segir hún mikinn áhuga vera fyrir viðburðinum og mörg góð verk hafa borist frá öllum heimshornum.
Dagskráin er í burðarliðnum og verður að vanda viðamikil. Til stendur að opna hátíðina í menningarhúsinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum með verkum Tom Goulden (Jiroe) og Sigrúnar Lýðsdóttur.