Bubbi gegn rasisma

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. Árvakur/Eggert

„Nú er komið nóg,“ segir Bubbi Morthens. Honum er heitt í hamsi og hann á við þann rasisma sem hann segist skynja í þjóðfélaginu gagnvart erlendu fólki hér á landi. Hefur hann ákveðið að blása til tónleika miðvikudaginn 20. febrúar í Austurbæ undir yfirskriftinni Bræður og systur.

„Það sem fyllti mælinn var þessi unglingavefsíða, Félag gegn Pólverjum, þar sem um 700 unglingar tjáðu sig með niðrandi hætti í garð Pólverja sem eru búsettir hér á landi. Þetta er tvímælalaust að aukast í samfélaginu, bæði í skólum og svo á skemmtistöðum og nú þarf að sporna við þessari þróun.“

Segir Bubbi að það sé mikilvægt að fólk láti í sér heyra í þessu sambandi og þar sem listamenn hafi bæði aðgang að fólki og fjölmiðlum sé það ekki síst á ábyrgð þeirra að stíga fram og berjast gegn fordómum.

Bubbi lýsir nú eftir tónlistarmönnum til að hjálpa sér í baráttunni og ætlar einnig að bjóða erlendu fólki búsettu hér á landi til að taka þátt. Frítt verður inn á tónleikana.

„Nú hvet ég sem flesta til að hafa samband við umboðsmann minn Palla Papa í síma 898-5833 og leggja sitt af mörkum svo þessi vitleysa fari ekki úr böndunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir