Bubbi gegn rasisma

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. Árvakur/Eggert

„Nú er komið nóg,“ segir Bubbi Morthens. Honum er heitt í hamsi og hann á við þann rasisma sem hann segist skynja í þjóðfélaginu gagnvart erlendu fólki hér á landi. Hefur hann ákveðið að blása til tónleika miðvikudaginn 20. febrúar í Austurbæ undir yfirskriftinni Bræður og systur.

„Það sem fyllti mælinn var þessi unglingavefsíða, Félag gegn Pólverjum, þar sem um 700 unglingar tjáðu sig með niðrandi hætti í garð Pólverja sem eru búsettir hér á landi. Þetta er tvímælalaust að aukast í samfélaginu, bæði í skólum og svo á skemmtistöðum og nú þarf að sporna við þessari þróun.“

Segir Bubbi að það sé mikilvægt að fólk láti í sér heyra í þessu sambandi og þar sem listamenn hafi bæði aðgang að fólki og fjölmiðlum sé það ekki síst á ábyrgð þeirra að stíga fram og berjast gegn fordómum.

Bubbi lýsir nú eftir tónlistarmönnum til að hjálpa sér í baráttunni og ætlar einnig að bjóða erlendu fólki búsettu hér á landi til að taka þátt. Frítt verður inn á tónleikana.

„Nú hvet ég sem flesta til að hafa samband við umboðsmann minn Palla Papa í síma 898-5833 og leggja sitt af mörkum svo þessi vitleysa fari ekki úr böndunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar