Hakkari vinnur spjöll á heimasíðu

Jóhanna Vala Jónsdóttir, í miðið, ásamt Katrínu Dögg Sigurðardóttur og …
Jóhanna Vala Jónsdóttir, í miðið, ásamt Katrínu Dögg Sigurðardóttur og Fanneyju Láru Guðmundsdóttur. mynd/Jón Svavarsson

Heimasíða Ungfrú Ísland keppninnar varð fyrir fólskulegri árás bíræfins tölvuþrjóts um helgina, en hakkarinn sem ber ábyrgð á skemmdarverkunum kallar sig Shadow. Skuggi skildi eftir ein skilaboð við mynd af Ungfrú Íslandi 2007, Jóhönnu Völu Jónsdóttur, þar sem hann skrifaði „Nice boobies“ sem á íslensku myndi útleggjast sem „flott brjóst.“

Áhyggjulaus með kærastanum

Að sögn Jóhönnu hafði þetta lítil áhrif á hana, enda sleikir hún sólina í Dallas í Texas. „Ég sá um helgina að heimasíðan var eitthvað skrítin, einsog allt hefði verið tekið út af henni. Ég sá reyndar ekki þessi ummæli og hef í raun því ekkert um þau að segja,“ sagði Jóhanna sem er í heimsókn hjá kærastanum sínum Jake, sem býr þar vestra. „Hér er alveg yndislegt að vera. Það var 27 stiga hiti um helgina, en það er aðeins kaldara núna reyndar, ekki nema 10-15 stiga hiti,“ sagði Jóhanna, feginn því að vera ekki heima á Íslandi í vetrartíðinni. „Ég kem heim í byrjun mars, vonandi verður komið betra veður þá!“

Samkvæmt Bergrúnu Sigurjónsdóttur, aðstoðarkonu Arnars Laufdal, sem á keppnina Ungfrú Ísland, er unnið að viðgerð á síðunni. „Þetta gerðist einhverntíma um helgina, við vitum ekki nákvæmlega hvenær. Við náðum ekki í neinn fyrr en í gær og það er verið að laga þetta,“ segir Bergrún, óviss um skaðann. „Ég átta mig ekki á því sjálf, en það fer töluverð vinna í að laga þetta, auðvitað.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir