Knightley á Íslandi

Keira Knightley er hún mætti til BAFTA-hátíðarinnar í London um …
Keira Knightley er hún mætti til BAFTA-hátíðarinnar í London um helgina. AP

Breska leikkonan Keira Knightley mun verja Valentínusardeginum, sem er næstkomandi fimmtudag, hér á landi, en kærasti hennar Rupert Friend mun hafa komið henni á óvart með því að bjóða henni hingað.

„Það hljómar eins og þetta hafi kostað heil ósköp. Ég held að þetta hafi allt komið henni á óvart. Hún var a.m.k. mjög spennt,” segir ónefndur vinur leikkonunnar.

Þá segir hann kærustuparið gera þó nokkuð af því að ferðast til afvikinna staða til að njóta þess að vera saman. 

Parið kynntist við tökur myndarinnar 'Pride and Prejudice' árið 2005 og mun Rupert hafa orðið miður sín er Keira neitaði nýlega að ganga með antíkhring sem hann hafði keypt handa henni. Þá lýsti hún því nýlega yfir að þau hefðu ekki í hyggju að ganga í hjónaband á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar