Parton frestar tónleikum vegna bakverkja

Dolly Parton.
Dolly Parton. AP

Sveitasöngkonan Dolly Parton hefur frestað fyrirhuguðu tónleikaferðalagi um Bandaríkin vegna bakverks. Hún segir hins vegar að þetta muni ekki hafa áhrif á Evrópulegg ferðarinnar.

Parton vinnur nú að því að kynna plötuna Backwoods Barbie og átti tónleikaferðalagið að hefjast í Minneapolis síðar í þessum mánuði, að því er fram kemur á vef BBC.

„Reynið þið bara að  sveifla þessum elskum um stund og sjáið hvort þið farið ekki að fá í bakið,“ sagði hin barmstóra Parton í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Læknar hafa ráðlagt henni að taka því rólega næstu tvo mánuði.

„Ég veit að ég hafi unnið baki brotnu við að koma nýjustu plötunni minni, Backwoods Barbie,út og skipuleggja tónleikaferðalag um heiminn, en ég ætlaði ekki að slasa sjálfa mig í leiðinni,“ sagði Dolly Parton.

Söngkonan mun halda ferna tónleika í Svíþjóð í júní og í framhaldinu fer hún til Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir