Police ætlar ekki að gefa út hljómdisk

Hljómsveitin Police
Hljómsveitin Police Reuters

Hljómsveitin Police er ánægð með hljómleikaferðina sem sveitin hélt í á síðasta ári eftir að hafa ekki spilað saman í mörg ár. Hins vegar er hljómdiskur ekki á leiðinni, að sögn gítarleikara sveitarinnar, Andy Summers í viðtali við fréttamenn í Tókýó en hljómleikaför sveitarinnar er að ljúka.

Auk Summers eru söngvarinn Sting og trommuleikarinn Stewart Copeland í Police. Hljómleikaferðin hófst í Vancouver í maí í fyrra og endar nú í Asíu. Summers segir ánægjulegt hversu breitt aldursbilið er hjá aðdáendum sveitarinnar. Segir hann að í Rómönsku Ameríku hafi flestir tónleikagestir verið um og yfir tvítugt og það sé áhugavert hvað sveitin virðist enn höfða til ungs fólks. „Kannski það skýrist af því hve lítið tónlistin hefur breyst."

Summers ítrekar að nýr hljómdiskur sé ekki á leiðinni enda hafi þeir einbeitt sér að gömlum lögum á ferðalaginu. Police gaf út fimm hljómplötur á árunum 1977 til 1984.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup