Tónleikar verða haldnir á Gauki á Stöng annað kvöld þar sem hljómsveitirnar Hoffman, Benny Crespos Gang, Hookerswing, Cliff Clavin og Æla stíga á svið. Um er að ræða styrktartónleika fyrir góðvin strákanna í Hoffman, þessi félagi þeirra þjáist af sjúkdómi sem kallast ósæðaflysjun sem dregur fólk til dauða í 90% tilvika.
Í tilkynningu segir, að sjúklingurinn sé hægt og bítandi að ná að rífa þennan sjúkdóm af sér með hjálp góðra vina eins og Hoffman. Húsið verður opnað kl 20 en fyrsta hljómsveitin fer á svið kl. 21.
Aðgangseyrir er 1000 krónur og einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum.