Féll í yfirlið við koss frá Beckham

David Beckham.
David Beckham. Reuters

Kvenaðdáandi Davids Beckham féll í yfirlið á sunnudaginn þegar knattspyrnugoðið kyssti hana á kinnina. Beckham var staddur í Grammy-veislu upptökustjórans Jermaine Dupri í Hollywood Club Central þegar kona vatt sér upp að honum og bað hann um koss.

Beckham varð að sjálfsögðu við óskinni og kyssti hana á kinnina og það var ekki að sökum að spyrja, stúlkan féll kylliflöt í gólfið. Beckham kippti sér að vísu ekki upp við yfirliðið, heldur bað aðstoðarmann sinn um að sækja vatn handa stúlkunni, hún myndi jafna sig.

Að sögn heimildarmanns virtist Beckham skemmta sér konunglega í veislunni og ræddi lengi bæði við Jermaine og kærustu hans Janet Jackson auk þess sem hann sýndi fótafimi sína á dansgólfinu. Á dögunum var sagt frá því að Victoria Beckham hefði ákveðið að stytta tónleikaferðalag Kryddstúlknanna vegna þess að hún gæti ekki verið svo lengi fjarri fjölskyldunni.

Á dögunum tjáði hún svo fjölmiðlum að næsti Valentínusardagur yrði sá fyrsti síðan 1999 sem hún og Beckham væru ekki saman. Sagðist hún mjög leið yfir því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir