Mills hyggst flytja frá Bretlandi

Heather Mills kemur til dómshússins í gær.
Heather Mills kemur til dómshússins í gær. AP

Faðir Heather Mills segir að hún muni flytja frá Bretlandi eftir að gengið hefur verið frá skilnaði hennar og Bítilsins Paul McCartney þar sem allir á Bretlandi „hati hana”. Mark Mills segist telja líklegast að hún muni setjast að í Frakklandi eða Bandaríkjunum, með Beatrice fjögurra ára dóttur þeirra McCartneys. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Hún mun ekki verða áfram hér. Hún veit að það hata hana allir og það er ekkert sem heldur í hana,” segir hann. „Ég held hún sé mjög langt niðri núna og að hún muni grípa tækifærið til að komast í burtu og taka Bea dóttur sína með sér. Ég held að hún muni flytja til útlanda og hverfa smám saman inn í mannfjöldann.”

Mills segist hins vegar óttast að lögfræðingar McCartney muni rífa hana í sig við málflutning í skilnaðarmáli þeirra en Mills flytur mál sitt sjálf.

Eignir McCartneys eru metnar á 825 milljónir sterlingspunda og er talið líklegt að honum verði gert að greiða Mills allt að 60 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar