Spielberg segir starfi sínu lausu

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg hefur sagt upp störfum sem listrænn ráðgjafi skipuleggjenda næstu Ólympíuleika sem haldnir verða í Kína í sumar. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sakar hann kínversk yfirvöld um að hafa ekki lagt sitt að mörkum til að þrýsta á samherja sinn, Súdan til að binda enda á þjáningu fólks í Darfur-héraði.

„Samviska mín leyfir mér ekki að halda áfram eins og ekkert sé,” er haft eftir Spielberg á fréttavef BBC. „Ég finn að nú er ekki tíminn til að eyða allri minni orku á opnunarhátíð Ólympíuleikanna heldur að gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á hina hræðilegu glæpi sem enn eru framdir gegn mannkyninu í Darfur,” sagði Spielberg.

Steven Spielberg er ósáttur við aðgerðaleysi Kína í Darfur.
Steven Spielberg er ósáttur við aðgerðaleysi Kína í Darfur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar