Bowie hjálpar Scarlett

David Bowie.
David Bowie. AP

David Bowie hefur samþykkt að syngja á fyrstu plötu leikkonunnar Scarlett Johansson sem kemur út í maí. Platan nefnist Anywhere I Lay My Head og samanstendur hún af 10 lögum eftir Tom Waits auk þess sem eitt frumsamið lag eftir Scarlett fylgir með.

Bowie mun syngja tvö lög á plötunni, Fannin Street og Falling Down. Samstarfið komst á þegar Scarlett hitti Bowie í samkvæmi, þar sem hún bað hann um aðstoð við gerð plötunnar.

Gítarleikari bandarísku rokksveitarinar Yeah Yeah Yeahs, Nick Zinner, mun einnig koma fram á plötunni. Scarlett tók upp plötunna í Dockside-upptökuverinu í Louisiana með upptökustjóranum David Sitek sem áður hefur unnið með New York-sveitinni TV On The Radio.

Þetta mun þó ekki vera í fyrsta skipti sem Scarlett Johansson reynir fyrir sér í tónlist, en hún lék í myndbandi söngvarans Justin Timberlake við lagið What Goes Around auk þess sem hún kom fram með hljómsveitinni The Jesus And Mary Chain á Coachella-hátíðinni á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka