Bowie hjálpar Scarlett

David Bowie.
David Bowie. AP

David Bowie hefur samþykkt að syngja á fyrstu plötu leikkonunnar Scarlett Johansson sem kemur út í maí. Platan nefnist Anywhere I Lay My Head og samanstendur hún af 10 lögum eftir Tom Waits auk þess sem eitt frumsamið lag eftir Scarlett fylgir með.

Bowie mun syngja tvö lög á plötunni, Fannin Street og Falling Down. Samstarfið komst á þegar Scarlett hitti Bowie í samkvæmi, þar sem hún bað hann um aðstoð við gerð plötunnar.

Gítarleikari bandarísku rokksveitarinar Yeah Yeah Yeahs, Nick Zinner, mun einnig koma fram á plötunni. Scarlett tók upp plötunna í Dockside-upptökuverinu í Louisiana með upptökustjóranum David Sitek sem áður hefur unnið með New York-sveitinni TV On The Radio.

Þetta mun þó ekki vera í fyrsta skipti sem Scarlett Johansson reynir fyrir sér í tónlist, en hún lék í myndbandi söngvarans Justin Timberlake við lagið What Goes Around auk þess sem hún kom fram með hljómsveitinni The Jesus And Mary Chain á Coachella-hátíðinni á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach