Syngja ástarjátningar til kvenna

„Við syngjum ástarjátningar til kvenna. En ef það eru konur sem vilja koma karlinum á óvart þá setjum við upp leðurhúfurnar og tökum því eins og menn,“ segir óperusöngvarinn og ástarengillinn Davíð Ólafsson.

Davíð og söngvarinn Stefán Helgi Stefánsson standa í ströngu í dag í tilefni Valentínusardagsins, sem íslenskir aðdáendur vestrænnar menningar halda hátíðlegan í dag. Davíð og Stefán hafa undanfarið auglýst þjónustu sína, sem felst í að hjálpa fólki að koma elskhugum sínum á óvart með ástarjátningum í formi söngs.

„Þetta byrjaði þannig að við vorum sendir með eina rós til gjaldkera í banka fyrir 14 árum,“ segir Davíð. „Við fórum í röðina og svo þegar kom að okkur sungum við fyrir gjaldkerann. Við erum að halda upp á hvernig þetta byrjaði og okkur langar þess vegna að gefa öðrum karlmönnum tækifæri til að gleðja konurnar með stæl.“

Davíð og Helgi opnuðu nýverið vefsíðuna Duett.is þar sem má kynna sér þjónustu söngvaranna nánar. Þeir búast við að vera spariklæddir í tilefni dagsins og verða tilbúnir í símann í allan dag ef einhverjum dettur skyndilega í hug að gleðja makann. Verðið er að sögn Davíðs svipað og útkall hjá pípara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan