Valentínusardeginum fagnað

Valentínusardagurinn er í dag og fagna ástfangnir og rómantískir deginum af öllu hjarta víða um heim. Annars staðar eru menn ekki jafn hrifnirog hafa jafnvel andstyggð á deginum, þar sem hann geti hvatt til ósiðsemi.

14. febrúar, er dýrlingadagur heilags Valentínusar sem er titlaður sem prestur og píslavottur í dýrlingatali kaþólskukirkjunnar. Í enskumælandi löndum er þetta mesti blómasöludagur ársins og næst á eftir jólunum seljast flest heilaóskakort einmitt fyrir þennan dag. Hér á Íslandi hafa æ fleiri tekið upp þann sið að færa lífsförunaut sínum blóm og eða eitthvert tákn um ást sína þennan dag, en skammt er í konudaginn sem einnig er í miklu uppáhaldi hjá blómasölum.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á veraldarvefnum leikur nokkur vafi á því hver Valentínus var, en ein heimildin hermir að hann hafi verið prestur sem gifti ung pör á laun, að sögn gerði hann það í óþökk Kládíusar keisara í rómaveldi sem á að hafa bannað ungum og ógiftum sveinum að giftast, því skortur var á hermönnum um þær mundir. Þegar upp komst um prestinn Valentínus var hann tekinn af lífi og síðar tekinn í dýrlingatölu af kirkjunnar mönnum.

Önnur og líklegri skýring er sú að á tímum rómverja var um miðjan febrúar haldin mikil heiðin frjósemishátíð. Hluti af hátíðarhöldunum fólst í því að ungar og ógiftar konur í Rómarborg settu nafn sitt í stórt leirker og ógiftir sveinar dróu síðan nafn úr kerinu og þannig var ungt fólk parað saman það árið.

Talið er að það hafi verið Gelasíus páfi sem ákvað um 498 e.Kr. að 14. febrúar yrði dagur heilags Valentínusar og ætti að koma í stað hins rómverska konulotterís sem þótti vera fremur ókristilegur siður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir