Beckham sagður hörmuleg fjárfesting

David Beckham fylgist með leik Arsenal og Birmingham City í …
David Beckham fylgist með leik Arsenal og Birmingham City í London þann 12. janúar. Reuters

Knatt­spyrn­u­stjarn­an Dav­id Beckham er í slæm­um mál­um en hon­um hef­ur tek­ist á skömm­um tíma að fá alla helstu íþrótta­blaðamenn í borg engl­anna á móti sér fyr­ir að hafna viðtöl­um hvað eft­ir annað þrátt fyr­ir að hafa átt að vekja al­menn­an áhuga á knatt­spyrnu í Banda­ríkj­un­um. Einn virt­asti íþróttaf­réttamaður vest­an­hafs full­yrðir að koma Beckham í banda­rísk­an fót­bolta hafi eng­in áhrif haft, hvorki á lið hans Galaxy né al­mennt á fót­bolta­áhuga í land­inu.

Bend­ir sá á að síðan Beckham kom í sum­ar fyr­ir met­fé og á met­laun­um, sem sam­tals kosti LA Galaxy sex­tán millj­arða króna ár­lega, hafi hann spilað eina átta leiki og skorað eitt mark. Þannig hafi hver leik­ur hans hingað til kostað tvo millj­arða króna. Hver heil­vita maður sjái að slík fjár­fest­ing sé fyr­ir neðan all­ar hell­ur sér­stak­lega þegar hug­ur hans sé bundn­ari við veisl­ur Hollywood-stjarna en að kynna knatt­spyrn­una og koma Banda­ríkj­un­um á kortið í þeim heimi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þið ættuð ekki að hika við að þiggja aðstoð vina ykkar, sem eru heilir og bjóða hana af góðum hug. Byrjaðu að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þið ættuð ekki að hika við að þiggja aðstoð vina ykkar, sem eru heilir og bjóða hana af góðum hug. Byrjaðu að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver