Beckham sagður hörmuleg fjárfesting

David Beckham fylgist með leik Arsenal og Birmingham City í …
David Beckham fylgist með leik Arsenal og Birmingham City í London þann 12. janúar. Reuters

Knattspyrnustjarnan David Beckham er í slæmum málum en honum hefur tekist á skömmum tíma að fá alla helstu íþróttablaðamenn í borg englanna á móti sér fyrir að hafna viðtölum hvað eftir annað þrátt fyrir að hafa átt að vekja almennan áhuga á knattspyrnu í Bandaríkjunum. Einn virtasti íþróttafréttamaður vestanhafs fullyrðir að koma Beckham í bandarískan fótbolta hafi engin áhrif haft, hvorki á lið hans Galaxy né almennt á fótboltaáhuga í landinu.

Bendir sá á að síðan Beckham kom í sumar fyrir metfé og á metlaunum, sem samtals kosti LA Galaxy sextán milljarða króna árlega, hafi hann spilað eina átta leiki og skorað eitt mark. Þannig hafi hver leikur hans hingað til kostað tvo milljarða króna. Hver heilvita maður sjái að slík fjárfesting sé fyrir neðan allar hellur sérstaklega þegar hugur hans sé bundnari við veislur Hollywood-stjarna en að kynna knattspyrnuna og koma Bandaríkjunum á kortið í þeim heimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir